Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Blái vasinn

$
0
0

Blái vasinn er glænýr vettvangur í íslensku myndlistarlífi og verður tileinkaður orðum myndlistarmanna á Íslandi: töluðum og skrifuðum. Vefsíðan mun bjóða upp á fjölbreytt efni viðkomandi myndlist á Íslandi frá upphafi seinustu aldar til dagsins í dag og beinir sjónum sínum að listamanninum sjálfum. Vefsíðan er einskonar gagnagrunnur sem mun koma til með að vaxa með tímanum – og hefur það að markmiði að lesandi geti í gegnum orð myndlistarmanna kynnast betur starfi hans: hugmyndum, athugunum og ferli svo eitthvað sé nefnt.

Vefsíðan mun enn fremur bjóða upp á glæný samtöl milli myndlistarmanna sem Blái vasinn hvetur til, einnig mun birtast óútgefið efni í svokölluðum „Innanávasa“ s.s. skrif, prósar, skissur og myndefni sem okkur hefur ýmist borist eða við grafið upp.

Því er vefsíðan sívaxandi verkefni og vonumst við til að gagnagrunnur sem þessi geti nýst almenningi í að glöggva sig á íslenskri myndlist og mikilvægi hennar í allri samfélagslegri umræðu.

Að verkefninu standa Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir. Báðar stóðu þær að Kunstschlager, sýningarrými sem starfrækt var 2012-15. Þær leggja báðar stund á myndlist.

Slóð síðunnar er www.blaivasinn.com

 

The post Blái vasinn appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356