Fléttur, skófir, pendúlar, hunang og blóð í Helsinki
Gunnhildur Hauksdóttir og Anna Winther taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu og sýningu í Helsinki. Norræn ráðstefna og útilistaverkasýning opnaði 3. september á eynni Vartiosaari í Helsinki undirt titlinum “Arts in the Environment – Nordic Symposium” sýningunni lýkur 8. október.
Søren Lose frá Danmörku, Juss Heinsalu frá Eistlandi, Patrick McGinley frá Bandaríkjunum, Petri Kuljuntausta frá Finnlandi, Mari Keski-Korsu frá Finnlandi, Grit Ruhland frá Þýskalandi, Justyna Koeke einnig frá Þýskalandi & Mimosa Pale frá Finnlandi, Herwig Kemmerich frá Þýskalandi, Agita Šteinberga frá Letlandi, Linda Vigdorika og Jānis Noviks einnig frá Lettlandi, Žilvinas Višinskas frá Litháen og tvíeykið Bobrikova & de Carmen frá Spáni og Eistlandi, „Where Dogs Run“ frá Rússlandi og Kristina Lindström & Åsa Ståhl frá Svíþjóð eiga verk á sýningunni auk Gunnhildar Hauksdóttur og Önnu Andreu Winther.
Sýningin veltir upp hugleiðunum um umhverfisvánna og vistfræðilegar spurningar og var listafólki og fræðimönnum boðið að eiga samtal og bera saman hugmyndir og nálgunar aðferðir á málefnið. Listamennirnir dvöldu á eynni Vartiosaari fyrir utan Helsinki og unnu beint inní umhverfið á og sýningin stendur til 8. október. Sunnudaginn 17. september og 8. október eru skipulagðar gönguferðir um sýninguna. Sjá nánar vefsíðu.
Gunnhildur Hauksdóttir vann gjörning og innsetningu í tré fyrir sýninguna sem bar titilinn „Jäkälä“ með eyjarskeggjum Vartiosaari og með hjálp grasagarðsins í Helsinki þar sem hún safnaði saman nöfnum allra flétta og skófa sem vaxa í Finnlandi og fékk mennina sem sjá um bátasamskiptin á milli eyjarinnar og Helsinki að lesa upp nöfnin í canónulestri á meðan grjót sem hún hafði komið fyrir einsog pendúlum í trjánum uppi á kletti á eynni sveifluðust á milli þeirra. Skúlptúrum Önnu er haganlega komið fyrir í rjóðri í skóginum þar sem lífrænum og ólfírænum efnum plasti, hunangi og svíns blóði er blandað saman og samlöguð inní umhverfið.
Gunnhildur Hauskdóttir er íslenskur myndlistamaður með um 20 ára feril að baki, hún vinnur jöfnum höndum í gjörninga, teikningar, innsetningar, hljóð-, og myndbandsmiðla og blandar þessu gjarnan saman. Anna Winther er á loka ári í Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt sýningum og verkefnum á íslandi og erlendis. Hún var í skiptinámi í Edinburgh College of Art þar sem hún sótti innblástur fyrir verkið sem hún sýndi á Vartiosaari.
www.nordicenviroart.org
www.annawinther.com
www.gunnhildur.this.is
The post “Arts in the Environment – Nordic Symposium” sýningunni lýkur 8. október appeared first on sím.