Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Laumulistasamsteypan með opinn fyrirlestur í LHÍ, 1. september

$
0
0

Föstudaginn 1. september kl. 12:30 mun Laumulistasamsteypan halda opinn fyrirlestur um vinnuaðferðir hópsins og sýningar í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Laumulistasamsteypan er fjölbreytilegur hópur ungra listamanna sem kemur árlega saman og vinnur að skapandi verkefni í Hrísey, Eyjarfirði. Samsteypan hefur undanfarin fjögur ár haldið blauta myndlistarsýningu í fiskvinnsluhúsi, gjörninga-leiðangur um eyjuna með tónlist, njósnum og hljóðverkum og í fyrra stóð samsteypan fyrir skammtíma útvarpsstöð og hlaðvarpi sem gerði út frá Hrísey. Í ár byggðu þau sviðsmyndina HAMUR/HAM í gömlum bragga og framleiddu stuttmyndir og tilraunakenndar myndir.

Laumulistasamsteypan hlakkar til að taka á móti nemendum og gestum í LHÍ. Þau munu kynna starf sitt og dvöl í Hrísey undanfarin ár. Þar treysta þau á óritskoðaðar hugmyndir, mikilvægi þess að framkvæma, vera saman og að droppa egóinu.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Facebook viðburður

On Friday the 1st of September at 12:30 an open lecture by Laumulistasamsteypan will be held at the Department of Fine Art, Laugarnesvegur 91.

Laumulistasamsteypan is a diverse group of young artists that assemble annually to work together on creative projects in the island of Hrísey. This year they build a staged set called HAMUR/HAM in an old Nissen hut and produced short films and experimental images.

Laumulistasamsteypan is looking forward to welcoming students and guests at the IAA. They will introduce their practice and their stay in Hrísey these last years. They rely on uncensored ideas, the importance of execution, to be together and to drop the ego.

The lecture will be held in english and is open to all.

Facebook event

The post Laumulistasamsteypan með opinn fyrirlestur í LHÍ, 1. september appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356