Alpha & Omega
Fredrik Söderberg
Christine Ödlund
[ENGLISH BELOW]
Listvinafélag Hallgrímskirkju býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningar Christine Ödlund og Fredrik Söderberg, Alpha & Omega, í Hallgrímskirkju 25. ágúst 2017 kl. 18. Okkur er mikill heiður af því að fá þessa virtu sænsku listamenn til að sýna hjá okkur, en þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir þau eru sýnd á Íslandi.
Við vinnslu verkanna fimm sem Fredrik Söderberg sýnir í Hallgrímskirkju studdist hann við handrit að Opinberunarbók Jóhannesar sem munkurinn Beatus frá Liébana (730-785) ritaði og var síðar skrifað upp í Saint Sever klaustrinu í Frakklandi, og þaðan kemur heitið, Alpha et Omega. Í verkunum leitast Söderberg við að tjá hinar frumstæðu myndir handritsins. Samhverfan sem birtist í fornum handritslýsingunum er hrífandi í öllum sínum einfaldleika.
Verk Christine Ödlund snúast um hæfileikann að hefja sig yfir þá múra sem hindra tjáskipti fólks og jurta, og mörkin milli hins sýnilega og ósýnilega. Þrjú verkanna sem eru til sýnis voru gerð á djúpsvörtum bakgrunni, næstum óhlutbundin mótíf sem unnin voru með náttúrlegum litarefnum sem saman mynda samþjappaða líffræðilega samblöndun. Klippimyndin Exploding Star blandar saman mörgum teikningum sem lýsa því sem aldrei verður skilið til hlítar, undur alheimsins sem eiga sér stað utan andrúmsloftsins.
Christine Ödlund hefur verið virk í sýningarhaldi á alþjóða vettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í sýningum á borð við Momentum Nordic Biennal of Contemporary Art í Moss í Noregi og Marrakesh-tvíæringnum í Marokkó.
Verk Fredrik Söderberg hafa meðal annars verið sýnd í Historiska Museet í Stokkhólmi, Galleri Riis í Osló, í Sænsku stofnuninni í París og tók þátt í Magasin III í Stokkhólmi.
Þau búa bæði og starfa í Stokkhólmi.
Sýningin opnar föstudaginn 25. ágúst 2017 kl. 18 og að venju verða léttar veitingar í boði.
Listvinafélag Hallgrímskirkju
listvinafelag.is
The Friends of the Arts Society of Hallgrímskirkja would like to invite you to the opening of the exhibition Alpha & Omega by Christine Ödlund and Fredrik Söderberg in Hallgrímskirkja, 25 August 2017, at 6 pm. It is a great honor for us to welcome these distinguished Swedish artists in our venue, as this is the first time their work is being exhibited in Iceland.
During the work process of the five works Fredrik Söderberg is showing in Hallgrímskirkja, he took interest in the monk Beatus of Liébana’s (730-785) manuscript of Revelation, which later came to be transcribed in the monastery of Saint Sever in France, hence the name Alpha et Omega.
There are primitive and architectural features in the old manuscript that Söderberg has tried to translate into the paintings presented in Hallgrimskirkja. The symmetry present in ancient masterpieces are fascinating in all their simplicity.
Christine Ödlund’s work deals with the ability to transcend language barriers between people and plants and barriers between the invisible and the visible. Three of works shown were made with an intensely dark background colour and
almost abstract motifs, made with natural pigments, which when combined makes for a highly concentrated biological concoction. The collage, Exploding Star is a veritable visual explosion in itself, combining a number of drawings illustrating what cannot be fully understood, the cosmic wonders taking place outside our atmosphere.
Christine Ödlund has been active in the international art scene and has taken part in exhibitions such as Momentum Nordic Biennal of Contemporary Art in Moss, Norway and the Marrakesh Biennale in Morocco.
Fredrik Söderberg’s work has been shown in the Historiska Museet in Stockholm, Galleri Riis in Oslo, the Swedish Institute in Paris and in Magasin III, Stockholm.
Both artists live and work in Stockholm.
The exhibition opens Friday, 25 August 2017, at 6 pm, in the foyer of Hallgrímskirkja. Light refreshments will be served.
The Friends of the Arts Society of Hallgrímskirkja
listvinafelag.is
The post Opnun í Hallgrímskirkju fös 25. ágúst kl.18 appeared first on sím.