Spenna/Umbreyting. Hljóðverk sýningarinnar er táknrænt fyrir ferðalag okkar í gegnum lífið. Sýningin samanstendur af ljósum og hljóðverki. Við erum ferðalangar, við búum okkur fleka úr því sem til fellur hverju sinni, flekinn fleytir okkur í gegnum lífið. Við sjáum glóandi vita Stuðlaberg , vitinn leiðbeinir okkur, leiðir okkur frá hættu, skaða, missi og sorg.
Christopher hefur gert tilraunir með ljósmyndapappír og í gegnum þær tilraunir hefur hann fundið upp nýja aðferð. Hann notar sérstaka efnaformúlu sem brennir í pappírinn. Hann notar hefðbundin efnivið á algjörlega nýjan hátt. Útkoman er hrá sjónræn orka, frumstæð breyting, heilandi og endurnýjuð kynni við andann og ástina.
Þegar þrýstingurinn frá kvíða, óróa og ójafnvægi verður óbærilegur – bíðum við eftir betri tíð. Í gegnum hljóð-, ljós- og með vídeóverk gefur Christopher okkur innsýn í okkar einstöku vegferð, vonir um betri tíð eru opinberaðar. Upp úr djúpum sárum innra með okkur vellur fram kvika, kvika af óafturkræfri lífsreynslu. Kvikan umbreytist í hraun. Hraunið er nýtt blóð.
Christopher er fæddur og uppalinn í Ástralíu, þar lauk hann gráðu í sjónlistum, félagsfræði og matreiðslu. Við listsköpun sína hefur Christopher einbeitt sér að því að skoða flókin mynstur mannlegra samskipta, þróun sjálfsmyndarinnar og hvernig er hægt að draga fram fegurðina í því ófullkomna (Wabi-Sabi). Í vinnuferlinu leggur Christopher áherslu á að vinna með tilfinningar sem byggjast á heilun, fyrirgefningu og von. Í gegnum vinnuferlið nær hann að draga fram það sem sýnir hvernig einstaklingurinn bregst við og hvernig heildin tekst á við lífið í erfiðum og síbreytilegum aðstæðum.
Sýningunni lýkur 25.ágúst – Facebooklinkur á síðuna
—————————
Surface Tension/Shape Shifters is a delicate soundtrack to living. Through an installation of light, sound and emotion we, as voyagers build our makeshift rafts to sail across life’s rocky seas, with glowing Stuðlaberg beacons alerting us to potential hazards of shipwreck, loss and heartbreak.Through an experimental photo-emulsion burning process, challenging traditional photographic imaging methods, materials are repurposed. What we are left with is a raw visual energy, a primal force conveying strength, healing, spirit and love.
As the pressures of anxiety, turmoil and imbalance shudder beneath our skins – we patiently lay in waiting for better days. Through sound, light and video sculpture a glimpse at our unique individual journeys, secrets and hopes for calmer waters are revealed. Our wounds are open and flowing with irreversible experiences, shape-shifting the now. Magma is the new blood.
Originating from Australia and having completed studies in Visual Arts, Social Science and Gastronomy Christopher’s works explore the intensity of relationships, identity and of the existence of beauty within human imperfection ( Wabi-Sab i). With a strong focus on healing, forgiveness and hope, Christopher’s experimentation with process and narrative explore both individual and collective responses towards an ever changing and often harsh fabric of modern living.
The post Surface Tension/Shape Shifters by Christopher Hickey in Listastofan appeared first on sím.