Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Síðari hluti Óþekktar í Listasafni Árnesinga

$
0
0

Óþekkt

 Síðari hluti Óþekktar er nú í gangi en um er að ræða gagnvirka innsetningu  sem býður gestum að ganga inn í verkið, en með tímanum tekur hún breytingum, m.a. vegna ólíkra eiginleika efnanna sem notuð eru. Í fyrri hlutanum var efniviðurinn aðallega plast, en nú er það latex. Tinna Ottesen er höfundur verksins og sem oftar er listamaðurinn að fást við tilvistarlegar spurningar, tungumál myndlistar og erindi hennar við áhorfandann og samtímann. Tinna er hér að vinna með rýmið, efnið, tímann og hegðun og með hegðun er bæði átt við eiginleika efnanna sem unnið er með en líka viðbrögð gestsins. Báðir hlutar innsetningarinnar standa sjálfstæðir en þeir sem ná að fara inn í þá báða fá sterkari tilfinningu fyrir rýminu, tímanum og hegðun efnanna. Verkið hverfist líka um heimspekihugtakið sublime eða ægifegurð sem lýsir tilfinningunni sem felur í sér bæði aðdáun og ógn í senn og finna má myndlíkingar  um sambands manns og náttúru í innsetningunni. Á rómantíska tímabilinu undir lok 18. aldar vísaði sublímið í fegurð og ógnarkraft náttúrunnar andspænis smæð mannsins en í samtímatúlkun hefur það verið látið vísa í ægimátt tæknivæðingar sem maðurinn dáist að og hræðist í senn. Er maðurinn hluti af náttúrunni, eða er hann yfir hana hafinn með því að ætla að stjórna öllu – og er það mögulegt?

Tinna er fædd árið 1980 og á ættir að rekja til Hveragerðis. Hún er lagði stund á sjónræn samskipti, sviðshönnun og staðbundnar innsetningar bæði í Danmörku og Belgíu. Allt frá árinu 2009 hefur hún unnið með fjölbreyttum hópum skapandi fólks (myndlistarmönnum, leikhúsmönnum, kvikmyndafólki, tónlistarfólki, hönnuðum) að ýmsum verkefnum hér á landi og erlendis, sem mörg hver hafa unnið til viðurkenninga.

Einnig er sýningin Sköpun sjálfsins, expressjónismi í íslenskri myndlist 1915-1945  í gangi. Safnið er opið kl. 12-18 alla daga. Aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir.

The post Síðari hluti Óþekktar í Listasafni Árnesinga appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356