Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Kvartettinn Kurr í Sigurjónssafni, þriðjudagskvöld 1. ágúst 2017 kl. 20:30

$
0
0

Kvartettinn Kurr í Sigurjónssafni, Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
Valgerður Guðnadóttir söngkona, Helga Laufey Finn­­boga­dótt­ir píanó­leik­ari, Guð­jón Stein­ar Þor­láks­son kontra­­bassa­­leik­ari og Erik Qvick slag­verks­leik­ari. Þjóð­lög og suð­ræn­ir tang­óar. Líf­leg og fjöl­breytt efnis­skrá, að nokkru leyti spunn­in og und­ir á­hrif­um jazz­tón­list­ar.

Kvart­ett­inn Kurr hefur starf­að saman í rúmt ár og leit­ast við að færa þjóð­lög, dægur­lög og tangóa í nýj­an bún­ing. Efnis­skrá­in er að nokkru leyti spunn­in og undir á­hrif­um jazz­tón­list­ar. Verk­efna­val­ið er líf­legt og fjöl­breytt og hef­ur feng­ið góð­ar við­tök­ur á tón­leik­um, jafnt á höfuð­borgar­svæð­inu sem á lands­byggð­inni. Aðgangseyrir kr. 2500 er greiddur við inngang.

Val­gerður Guðna­dóttir nam við Söng­skól­ann í Reykja­vík hjá Ólöfu Kol­brúnu Harðar­dótt­ur og Kol­brúnu Sæ­munds­dótt­ur og út­skrif­að­ist það­an vor­ið 1998. Haust­ið 1999 hélt hún til Lond­on og nam söng hjá Lauru Sarti prófessor við Guild­hall School of Music & Drama. Söng­fer­ill Val­gerð­ar hófst er hún, 18 ára, fór með hlut­verk Maríu í West Side Story í Þjóð­leik­hús­inu. Síð­an þá hefur hún sung­ið og leik­ið á ýms­um vett­vangi, t.d. hjá Þjóð­leik­hús­inu, Borgar­leik­hús­inu og Ís­lensku Óp­er­unni. Hún hefur einn­ig kom­ið fram sem ein­söngv­ari hér heima og er­lend­is, m.a. á opn­unar­hátíð Hörpu og með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands. Val­gerð­ur hef­ur far­ið með mörg hlut­verk, allt frá söng­leikj­um til óperu og má þar nefna Fantine í Vesa­ling­un­um, Papagenu í Töfra­flaut­unni, Mercedes í Carmen og Barbarinu í Brúð­kaupi Fígarós. Fyrir túlk­un sína á Maríu í Söngva­seiði hlaut hún Grím­una sem söngv­ari árs­ins og hún var til­nefnd til Ís­lensku tón­listar­verð­laun­anna 2016 fyrir hlut­verk Bertu í Rak­ar­an­um frá Sevilla hjá Ís­lensku Óp­er­unni.

Helga Laufey Finn­bogadótt­ir lauk burt­farar­prófi á píanó frá Tón­listar­skólanum í Reykja­vík 1986 og stund­aði síð­an fram­halds­nám við Swee­linck tón­lista­rhá­skól­ann í Am­ster­dam, fyrst í klass­ískri tón­list, en söðl­aði yfir í jazz­deild skól­ans og út­skrif­að­ist það­an 1994. Hún hefur starf­að við marga tón­listar­skól­a sem undir­leik­ari, m.a. við Söng­skól­ann í Reykja­vík, söng­deild Tón­listar­skóla FÍH, Dom­us Vox, Tón­skóla Sigur­sveins og Söng­leikja­deild Söng­skóla Sig­urð­ar Demetz auk þess að kenna á píanó við Tón­listar­skólann á Sel­tjarn­ar­nesi. Hún hef­ur tek­ið þátt í tón­leik­um innan­lands og er­lend­is með­al ann­ars í Nor­ræna hús­inu, á Gljúfra­steini og Múl­an­um.

Guð­jón Stein­ar Þorláks­son lauk burt­far­ar­prófi á kontra­bassa frá Tón­listar­skóla Kópa­vogs og kenn­ara­prófi frá Kenn­ara­há­skól­an­um í Reykja­vík. Hann hef­ur kennt við Tón­skól­ann Do Re Mí frá árinu 1995 og Tón­listar­skólann á Sel­tjarn­ar­nesi frá ár­inu 1996 þar sem hann er aðstoðar­skóla­stjóri. Guð­jón hef­ur spil­að jöfn­um hönd­um klass­íska tón­list, dægur­tón­list og jazz­tón­list með hin­um ýmsu tón­listar­mönn­um hér á landi. Hann hef­ur með­al ann­ars kom­ið fram á Múl­an­um, Stofu­tón­leik­um á Gljúfra­steini og í Nor­ræna hús­inu.

Erik Qvick stund­aði fram­halds­nám við Tón­listar­há­skól­ann í Inge­sund í Sví­þjóð og lauk meistara­gráðu 1998. Aðal­kenn­ar­ar hans þar voru Terje Sundby, Magnus Gran og Ray­mond Strid. Þá hélt hann til Gauta­borg­ar og lék þar með jazz- og blús­tón­listar­mönn­um, m.a. inn á plöt­ur hjá tromp­ett­leik­ar­an­um Lasse Lind­gren, The In­stig­ators. Árið 2000 flutti hann til Reykja­víkur og hefur kennt þar síðan við Tón­listar­skóla FÍH. Erik hef­ur spil­að með, og leik­ið inn á plöt­ur með vel flest­um ís­lensk­um jazz­tón­listar­mönn­um og einn­ig kom­ið fram í sjón­varpi og út­varpi.

////////////////////

Kurr − Quartet
Valgerður Guðnadóttir singer, Helga Laufey Finn­boga­dóttir piano, Guðjón Steinar Þorláksson double-bass and Erik Qvick per­cus­sion. Vibrant, improvisational pro­gram − Ice­land­ic Folk Songs and South-Amer­ican Tango, in­flu­enced by Jazz.

Singer Valgerður Guðnadóttir graduated from the Reykja­vík Academy of Singing and Vocal Arts in 1998 and furthered her studies in London with Professor Laura Sarti at the Guildhall School of Music & Drama. She began her singing career 18 years old with the role of Maria in West Side Story at the National Theatre of Iceland. Since then she has been very active on the music scene, performing in Iceland and abroad. She has made appearances in various musicals and operas, sung e.g. the role of Fantine in Les misérables, Papagena in the Magic Flute, Mercedes in Carmen and Barbarina in the Marriage of Figaro.
For Valgerður’s interpretation of Maria in Sound of Music she received Gríman − the Icelandic Theatre Award. The Icelandic Music Award nominated her as the Female Singer of the Year 2016 in category of classical and contemporary music for her role of Bertha in the Barber of Seville.

Pianist Helga Laufey Finnbogadóttir graduated from the Reykja­vík College of Music in 1986. She continued her classical piano studies at the Sweelinck Conservatory in Amsterdam, but moved over to the jazz department and graduated from there in 1994. Since then she has been active on the music scene, playing jazz and classical music with various musicians in Iceland and abroad. She accompanies and teaches at several music schools in the Reykja­vík area.

Guðjón Steinar Þorláksson graduated as a bass player from Kópavogur Music School and as a teacher from the Iceland College of Education. He has been teaching music since 1995 and is now the assistant principal at the Music School of Seltjarnarnes. He has played classical music, jazz and pop at many music venues with various musicians.

Drummer Erik Qvick graduated with a Masters degree from the Conservatory of Ingesund, Sweden in 1998 and worked after that in Gothenburg with various jazz and blues players. He recorded there with the trumpet player,Lasse Lindgren.
Erik moved to Reykja­vík in 2000 and has since been teaching at the FÍH Music School. He has recorded with most of the prominent Icelandic jazz players, and has been heard, or seen, on radio and television on many occasions.

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
August 1st, 2017 at 8:30 pm
Admission ISK 2500 – at the entrance
Major credit cards accepted


These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.

The post Kvartettinn Kurr í Sigurjónssafni, þriðjudagskvöld 1. ágúst 2017 kl. 20:30 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356