STJÓRNUN MARKAÐSSTARFS
Námskeiðið Stjórnun markaðsstarfs er unnið í samstarfi við MBL.IS. Það fer á hagnýtan hátt yfir öll helstu starfssvið markaðsstjórans, leggur mikla áherslu á netið og skilur þátttakendur eftir með verkfæri og þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi.
Næsta námskeið er mánudaginn 21. ágúst, kl 18:00 – 22:30.
Verð: 29.900 kr. per. þátttakanda.
Kennari: Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri og stundarkennari í markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Breytingar á markaðnum, nýjustu trend og kauphegðun.
- Uppbyggingu vörumerkjavirðis.
- Mótun markaðsstefnu og gerð markaðsáætlunar.
- Birtingaáætlanir og hvernig best er að nýta mismunandi samskiptaleiðir (prent, útvarp o.s.frv.).
- Markaðssetningu á netinu: vefborðar, leitarvéla (Google), samfélagsmiðlar o.fl.
- Vöru og þjónustustjórnun með áherslu á heildstætt markaðsstarf og upplifanir.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir alla sem koma að markaðsmálum lítilla jafnt sem stórra fyrirtækja. Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsstarfs.
The post Námskeið, Stjórnun markaðsstarfs appeared first on sím.