Margrét Jónsdóttir Listmálari og Arna Gná Gunnarsdóttir í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17.
Opið 14:00-18:00, síðasta sýningarhelgi framundan.
Á sýningunni Blóðbönd sýna listamennirnir málverk unnin á pappír og skúlptúra unna í mjúk efni. Listakonurnar eiga það sameiginlegt að vera tengdar blóðböndum. Þær starfa í tveimur löndum á Íslandi og í Frakklandi að myndlist sinni. Þær vinna báðar út frá hefðum og gömlu handverki. Kvennleika, feminisma og heimilinu.
Margrét Jónsdóttir 1953 býr og starfar á Íslandi og Frakklandi. Menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diploma í frjálsri myndlist og síðar diploma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diploma frá Kennaraháskólanum. Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eign helstu listasafna landsins og hefur hún hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna.
Verk Margrétar eru vatnslitamyndir á pappír í yfirstærð unnar út frá frönsku veggfóðri en yfirleitt notar hún efni og áhöld sem tilheyra skreytilist og lætur síðan eyðilegginguna og rotnunina vinna á myndfletinum. Verkin eru hugleiðing um forgengileikann, græðgi og hroka, því er myndröðin blóðug að þessu sinni.
Arna Gná Gunnarsdóttir (1974) býr og starfar í Strassborg, Frakklandi. Hún hóf nám í myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist þaðan árið 2006 með BA-gráðu í myndlist. Hún sótti einnig myndlistarnám við Listaháskólann í Bergen og Kungliga konsthögskolan í Stokkhólmi. Eftir að Arna lauk námi hefur hún tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar á Íslandi og í Frakklandi.
Verk Örnu eru skúlptúrar (IDOL) unnin út frá tilfinningum, umhverfinu og menningu. Þeir eru Hlutgerfi Tilfinninga, birtingamyndir mannlegrar tilveru. Arna túlkar einnig eigin nostalgíu tengda handverkinu og íslenskum handverkshefðum í verkum sínum og þá þekkingu sem hún hefur erft frá fyrri kynslóðum.
The post Síðasta sýningarhelgi Blóðbanda í Grafíksalnum appeared first on sím.