Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Árdagar Reykjavíkur í Árbæjarsafni Sunnudaginn 23.júlí 13:00-16:00

$
0
0

Árdagar Reykjavíkur er yfirskrift sunnudagsins 23. júlí í Árbæjarsafni en þá býðst gestum að njóta þess að að upplifa Reykjavík eins og hún var í gamla daga. Starfsfólk klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og sinnir ýmsum störfum sem nauðsynleg eru á hverjum bæ.

Húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu situr kona við tóskap.  Í haga eru hestar, kindur og lömb og um stígana vappa landnámshænur.  Í litlu fallegu safnkirkjunni verður  guðsþjónustu kl. 14 en sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir altari.

Sem endranær verður heitt á könnunni í Dillonshúsi og þar er að finna úrval gómsætra veitinga.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur og Gestakortsins fá sömuleiðis frítt inn.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafn safni, eitt safn á fimm frábærum stöðum.

The post Árdagar Reykjavíkur í Árbæjarsafni Sunnudaginn 23.júlí 13:00-16:00 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356