Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Joris Rademaker sýnir í Kaktus, Akureyri

$
0
0

Joris Rademaker

Gerneral prufa

Opnun föstudagskvöldið 21. júlí kl. 19.00

Sýningin er opin laugar- og sunnudag (22. og 23. júlí) kl. 14-17

Joris útskrifaðist 1996 úr myndlistarskólanum AKI í Enschede í Hollandi. Hann hefur haldið yfir 40 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hann sýndi í Berlín í janúar á þessu ári og verður með á samsýningu í Listasafni Reykjavíkur í október.

Joris sýnir nýja skúlptúra, frá síðustu tveimur árum. Efnisval Joris er mjög fjölbreytt. Í verkum hans notar hann annars vegar efni sem hann finnur í náttúrunni, t.d. greinar, hvönn, bein, fjaðrir, rekavið, og hins vegar efni sem hann kaupir í verslunum t.d. tréskó, reipi, keramíkegg. o.fl. Oft er efnið sjálft uppspretta hugmynda að listaverki. Tengsl nútíma mannsins við náttúrulegt umhverfi er orðið ansi flókið. Það vantar oft virðingu fyrir náttúrunni í okkar neyslusamfélagi, eins og frumbyggjarnir gerðu, notuðu bara það sem þeir þurftu, hvorki meira né minna. Þeir upplifðu sig hluta af náttúrunni en ekki aðskilin.

Í verkum Joris vakna oft spurningar hjá áhorfandanum um listfræði, heimspeki, einnig umhverfismál og samfélagsfræði. Aðal viðfangsefni Joris er tilvist mannsins í tengslum við tíma, rými hreyfingu og efnið.

Joris Rademaker – Dansandi kartöflur – Youtube:
https://youtu.be/52UfWphJpnw

Kaktus
Hafnarstræti 73
Akureyri

The post Joris Rademaker sýnir í Kaktus, Akureyri appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356