SÍM auglýsir eftir umsóknum frá félagsmönnum sem hafa áhuga á að dvelja í gestavinnustofu í París í September 2017.
Umsóknarfrestur er til 26. júlí 2017.
Um er að ræða gestavinnustofuskipti milli SÍM og samstarfsaðila í París.
SÍM félaga er boðið að dvelja frá 1. – 15. september 2017 og kemur franskur myndlistarmaður í staðinn og dvelur í gestavinnustofu SÍM.
Dvalargjald er ekkert og listamaður fær afnot af lítilli 30m2 íbúð og vinnuaðstöðu.
Vinnuaðstaðan er staðsett í galleríi sem heitir The Window. Í lok vistarinnar getur listamaðurinn verið með litla sýningu eða kynningu í galleríinu á því sem hann hefur verið að vinna að. Heimasíða The window er http://thewindowparis.fr/ og facebook síðan er https://www.facebook.com/window41/
Engar sérstakar línur eru með það hvað listamaðurinn skal gera á meðan vistin stendur yfir – það má þó geta þess að galleríið vinnur mikið með sitt nánasta umhverfi, með hverfið þar sem það er staðsett, en það er þó ekki skilyrði að listamaðurinn vinni með það.
Hægt er að sækja um styrk frá tengslasjóði Muggs og ferðastyrk hjá Myndstefi haustið 2017.
Umsókn skal senda á application@sim.is
Umsókn skal innihalda: ferilskrá, 4 myndir af verkum, og stuttan texta sem lýsir áætlun fyrir gestavinnustofudvölina.
The post Íbúð og vinnustofa í París – umsóknarfrestur til 26. júlí appeared first on sím.