Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Wiolators: Reykjavíkurútgáfan – Opnun 8. ágúst

$
0
0
Kunstslagir
Wiolators: Reykjavíkurútgáfan – Opnun 8. ágúst
Kunstschlager opnar sýninguna Wiolators: Reykjavíkurútgáfan laugardaginn 8. ágúst kl. 15 í Kunstschlagerstofu Hafnarhússins.Alþjóðlegi listahópurinn Wiolators var stofnaður árið 2011 í Gerrit Rietveld Akademíunni í Amsterdam. Hópurinn hefur tvístrast um alla Evrópu frá útskrift en heldur nú árlega sýningu í einhverju heimalandi meðlimanna. Í fyrra sameinaðist hópurinn í sjávarbænum alræmda, Blackpool í Englandi. Þar urðu verkin fyrir áhrifum af spákonum, sílíkonbrjóstum og glansandi auglýsingaskiltum.Í ár eru Wiolators í Reykjavík og taka yfir Kunstschlagerstofu í Hafnarhúsinu. Íslenska útgáfan snýst meðal annars um að aðeins þrír meðlimir Wiolators komust til Íslands. Þeir eru því í umboði fyrir fjarverandi meðlimi og fá sendar leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að klára send verk. Sýningin stendur til 21. ágúst.

Listamenn:
Emilia Bergmark (SE)
Þórdís Erla Zoëga (IS)
Maria Gondek (DK)
Christopher Holloran (GB)
Kristinn Guðmundsson (IS)
Peter Sattler (AU)
Nadja Voorham (NL)
Andrea Zavala Folache (ES)


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356