Föstudaginn 7. apríl kl 17 opnar Sigrún Eldjárn sýningu í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
Sýningin fjallar um Jón Sigurðsson,Ingibjörgu konu hans og Bertel Thorvaldssen.
Sigrún sýnir hér teikningar með vatnslitaívafi. Þær eru byggðar á ljósmyndum af þeim hjónum en líka nokkrum verka Torvaldsens. Myndirnar eru svo kryddaðar með ýmsu óvæntu sem ýtir við og gleður.
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook
The post Sigrún kinkar kolli til Jóns, Ingibjargar og Bertels appeared first on sím.