Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Fullt Minni – Helga Páley Friðþjófsdóttir sýnir í SÍM salnum

$
0
0

Föstudaginn 7. apríl klukkan 17:00 opnar Helga Páley Friðþjófsdóttir einkasýningu sína Fullt Minni í sýningarrými Sambands Íslenskra Myndlistarmanna, Hafnarstræti 16.

„Það hefur orðið ofhleðsla! Myndir af upplifunum annarra hafa fyllt minnið. Best væri að endurræsa, stokka upp, taka til og vinna þessar upplifanir annarra upp á nýtt. Henda þessu í gott mengi, kannski eilítið persónulegra, ég fæ að ráða og held að þetta gæti bara verið nokkuð næs.“

Helga Páley Friðþjófsdóttir útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011 og hefur sýnt víða eftir útskrift, bæði hérlendis og erlendis, bæði ein og sem meðlimur í  Kunstchlager. Meðal sýningarstaða má nefna Listasafn Reykjavíkur, Verksmiðjuna á Hjalteyri, Gallery Huuto í Helsinki, Culture Scapes í Basel og Studio 44 í Stokkhólmi.

Hér er viðburðurinn á Facebook.

The post Fullt Minni – Helga Páley Friðþjófsdóttir sýnir í SÍM salnum appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356