Hlíf Ásgrímsdóttir/ Ísland-Iceland-JIsland/ Grafiksafnið
Sýning/ Art-Exhibition: Ísland – Iceland – IJsland
Grafíksalurinn/ IPA Gallery, Tryggvagötu 17, hafnarmegin
Verið velkomin á opnun sýningarinnar
Ísland-Iceland-IJsland fimmtudaginn 23. júlí kl. 17.00.
Welcome to Hlif Asgrimsdottir exhibition
Ísland-Iceland-IJsland Thursday July 23th at 17.00.
Sýningin stendur til 27. júlí og er opin frá kl. 14.00-18.00.
The Exhibition is open Thursday July 24 – Sunday July 27 from 2-6pm.
Verk Hlífar Ásgrímsdóttur eru undir áhrifum af umhverfislist og málverkum sem máluð eru í einum lit. Verkin eru skipulega uppbyggð og bera með sér tilfinningalega tjáningu. Duchamp var upphafsmaður hugmyndarinnar um READYMADE og setti fram tilbúna hluti sem hann skilgreindi sem listaverk og gaf nafn.
Hlíf grefur upp rusl í formi rúlluplasts sem hefur verið skilið eftir á jörðinni og það hefur dregið í sig liti frá sandi, grasi og mold. Vegna áferðar, óvæntra forma og lita þá hengir hún rúlluplastslengjurnar upp eins og READYMADE án umgjarðar og án málningar. Ósnert, eins og það er. Á þann hátt sýnir hún veruleikann þar sem plastefni breytir eiginleikum hafsins og jarðarinnar.
Vatnslitamyndirnar eru málaðar þar sem sjónarhornið er hvorki samhliða né hornrétt, og inniheldur óhlutbundna vídd og landslag. Litaáferð og margar umferðir af undirmálningu búa til mörg blæbrigði og skapa andstæður milli ljóss og skugga. Margar umferðir litanna gera það að verkum að landslagið er að hverfa en absrakt áhrif koma í staðinn. Einnig skrifar hún orðið Ísland á ýmsum tungumálum.
Hlíf Ásgrímsdóttir’s work is influenced by both environmental art and modernist monochrome paintings. Her work is between organized composition and emotional expression. Duchamp created the concept of the READYMADE and the selecting of found objects which were then declared as artwork. Hlíf digs up trash in the form of plastic sheets that has been left on the ground and is marked by the colors from the sand, grass and mud. Because of the texture, unexpected forms and colors, she hangs the plastic sheets up as READYMADE without framework and without painting it. Untouched. This is her way of portraying reality in which the plastic material is changing the sea and the earth. In the watercolors, the texture and many traces of transparent under-painting create shifting tones and make the contrast between light and dark. Applied in many layers, their landscape cause concentrated colors to fade away, giving an effect of abstract feeling. Also she writes the word, Iceland in various languages. A perspective which is neither parallel nor at right angles, the watercolors often incorporate both landscape and abstract world.
Nánari upplýsingar/Information:
Hlíf Ásgrímsdóttir
tel: 8645879 / 5619347