Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Hamskipti: Bryndís Snæbjörnsdóttir – opinn fyrirlestur í LHÍ

$
0
0

(english below)

Föstudaginn 10. mars kl. 13 mun Bryndís Snæbjörnsdóttir halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson vinna saman að myndlistaraverkum sínum. Verk þeirra eru oftast stór samfélags- og rannsóknartengd verkefni sem kanna þætti í sögu, menningu og umhverfi jafnt hjá mönnum sem dýrum. Listaverk þeirra hafa verið sýnd á alþjóðavettvangi og sömuleiðis hafa þau flutt erindi á lykil ráðstefnum innan síns sérsviðs víðsvegar um heiminn. Eins og er vinna þau með Anchorage Safninu í Alaska að tveggja ára verkefni um norðurslóðir. Ennfremur vinna þau að þverfaglegu verkefni um ‘Plant Blindness’ sem stutt er af Sænska Vísindaráðinu og verður innsetning þeirra og verk þar af lútandi opnuð í Grasagarðinum í Gautaborg, Svíþjóð í apríl á þessu ári.

Í fyrirlestrinum mun Bryndís fjalla um verk sín og Mark Wilson og þá efnislegu áhersluþætti sem þau vinna með. Hún mun jafnframt ræða hvernig þessir áhersluþættir speglast í myndlistaverkum þeirra og vinnuaðferðum.

Bryndís er prófessor og fagstjóri MA í myndlist við Listaháskólann ásamt því að vera með rannsóknarstöðu við Malmö Art Academy, í Háskólanum í Lund. Frá 2009-2015 var hún prófessor og leiðbeinandi doktorsnema í myndlist hjá Valand Academy í Gautaborg og frá 2013-2015 var hún ásamt Mark Wilson ‘Research Fellow’ hjá Centre for Art + Environment, í Nevada Museum of Art í Bandaríkjunum.

Hamskipti er yfirskrift fyrirlestrarraðar í myndlistardeild Listaháskóla Íslands nú á vorönn. Mikil endurnýjun hefur orðið meðal fastráðinna kennara deildarinnar að undanförnu, en alls tóku 5 nýjir háskólakennarar til starfa við deildina á haustmánuðum 2016. Þau eru Ólöf Nordal, (sem hélt opinn fyrirlestur í nóvember 2016), Carl Boutard, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Bjarki Bragason og Hildur Bjarnadóttir. Auk þess sem nýr deildarforseti, Sigrún Inga Hrólfsdóttir tók til starfa 1. mars 2016. Á fyrirlestrunum kynna kennararnir viðfangsefni sín og rannsóknir innan myndlistar, sem stuðlar að ríkara samtali um myndlist og mismunandi nálganir, innan deildarinnar og í fagsamfélaginu.


On Friday the 10th of March at 13:00 an open lecture by Bryndís Snæbjörnsdóttir will be held at the department of fine art, Laugarnesvegur 91.

Bryndís Snæbjörnsdóttir works collaboratively with the artist Mark Wilson. Their art practice is research based and socially-engaged, exploring issues of history, culture and environment in relation to both humans and non-human animals. Their artworks have been exhibited internationally and they have delivered papers on art and animal studies worldwide. They are currently working with Anchorage Museum, Alaska as part of ‘Polarlab’ a two-year research project, and they are part of a cross disciplinary research into ‘plant blindness’ funded by the Swedish Science Council resulting in a site-specific installation in the Botanical Garden in Gothenburg in April 2016.

In this lecture Bryndís will talk about her collaborative art projects with Mark Wilson. She will discuss the relationship between theory and practice in their artworks as well as the methods the apply as part of their practice.

Bryndís is a Professor and MA programme leader at the Icelandic Academy of Arts and an associate research professor at Malmö Art Academy, Lund University. From 2009- 2015 she was a Professor and a PhD supervisor at Valand Academy, Gothenburg University and during 2013-2015 together with Mark Wilson she was a Research Fellow at the Centre for Art + Environment, Nevada Museum of Art in the U.S.A

Metamorphosis is the caption for a series of lectures held at the department of Fine Art at the Iceland Academy of the Arts this spring. Lately there has been a renewal at the department with five new teachers joining in the fall of 2016.
They are: Ólöf Nordal (that had an open lecture in November 2016), Carl Boutard, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Bjarki Bragason and Hildur Bjarnadóttir. Additionally, since March 1st 2016, Sigrún Inga Hrólfsdóttir has held the position of dean at the department. In the lectures, teachers will introduce subjects and research in their practice, which contributes to the conversation about different approaches in fine art in within the department and in the cultural environment.

The lecture will be held in english and is free of charge.

The post Hamskipti: Bryndís Snæbjörnsdóttir – opinn fyrirlestur í LHÍ appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356