(english below)
11 mars kl. 13-17
Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld og myndlistarmaður, mun leiða námskeið í ljóðagerð í samtali við myndlist fyrir ungt fólk laugardaginn 11. mars kl. 13-17. Námskeiðið fer fram í beinu samtali við sýninguna NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýningin fjallar um hversdagsleikann og hið óvenjulega venjulega þar sem listaverkin taka meðal annars á sig form húsgagna, skópars og viskustykkis.
Ásta Fanney Sigurðardóttir hefur unnið ljóðabækur, videóljóðasýningar, tónlistartengda ljóðaupplestra, sviðsljóðlist og gjörninga. Ásta Fanney hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Silkileið nr. 17 fyrr á þessu ári.
Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Námskeiðið er í boði Menningarhúsanna í Kópavogi.
Skráning á námskeiðið fer fram á póstfangið menningarhusin@kopavogur.is og er tekið við skráningum til föstudagsins 10. mars.
Silkileið nr. 17
þú breyttir mér óvart í vetur
og hélst ég væri planta (og sól og ský)
sem vökvaði sjálfa sig með snjó
og geymdir mig í brjóstvasa í krukku með mold
og úr laufunum láku silkileiðir í gegnum saumana
að tölu sem ég þræddi eitt sinn með hári
ég ferðast þaðan á hraða úlfalda
því annars verður sálin eftir segja arabar
í eyðimörk skyrtu þinnar
(sem minnir á handklæði)
er ég týnd í sveit milli sanda
of nálægt
til að geta aðskilið
jörð og skinn
svo ég skauta bara hér
þar til vorar
/ Ásta Fanney Sigurðardóttir
__________________________________________
Extraordinary ordinary poetry/art
11 March at 1-5 p.m.
Ásta Fanney Sigurðardóttir, poet and artist, will hold a course in writing poetry in dialogue with art for young people on Saturday 11 March at 1-5 p.m. The poetry workshop will take place in the exhitibition NORMALITY IS THE NEW AVANT-GARDE at Gerðarsafn – Kópavogur Art Museum.
Participation is free but the number of participants is limited. Registration goes through menningarhusin@kopavogur.is
The post Óvenjulega venjuleg ljóð/list í Gerðasafni appeared first on sím.