Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Helgi Þórsson – Back to school

$
0
0

Verið velkomin á opnun kl 17.00 á laugardaginn og stendur sýningin fram til 10. mars í sýningarrýminu Listamenn, Skúlagötu 32.

Back to School er nafnið á glænýrri sýningu Helga Þórssonar sem saman stendur af klassískum skúlptúrum úr ýmsum efniviði svo sem keramík, höggmyndum og steypu, einnig má finna tvívíð verk og glæný húsgögn.

Á sýningunni eru aðallega ný verk sem unnin voru á síðasta mánuði meðfram kennslu í LHÍ þar hefur Helgi ásamt Jóhönnu Kristbjörgu verið með kúrs og kynnst skólalífi á Íslandi.

Helgi sagði við mig í samtali að “þetta yrði besta sýning hans á árinu fram að þessu, kennir þar ýmissa grasa, kannski leynist sumargjöf handa einhverjum, skírnargjöf eða jafnvel brúðargjöfin…”

Helgi Þórsson er fæddur í Reykjavík 1975. Hann hlaut BFA gráðu í myndlist frá Gerrit Rietfeld Akademíunni í Amsterdam árið 2002, nam sónólógíu í Konunglegu Konservatoríunni í Haag og hlaut árið 2004 MFA gráðu frá Sandberg stofnuninni í Amsterdam.
Helgi hefur haldið fjöldann allan af einka -og samsýningum bæði hér heima og erlendis. Hann er einnig meðlimur hljómsveitanna Evil Madness og Stilluppsteypu og var einn af stofnmeðlimum Kunstschlager.

Viðburðurinn á Facebook.

The post Helgi Þórsson – Back to school appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356