Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

„Familiar Strangers“í Deiglunni

$
0
0

Verið velkomin á opið hús undir yfirskriftinni “ Familiar Strangers“ í Deiglunni laugardaginn 26. nóvember kl. 14 – 17. Um er að ræða afrakstur vinnustofudvalar gestalistamanns Gilfélagsins, Pamela Swainson.

Swainson fæddist í Manitoba í Kanada og er afkomandi fólks sem yfirgaf Ísland í kringum aldamótin 1900. Hún á stóran frændgarð bæði á Íslandi og vestanhafs og í verkum sínum veltir hún fyrir sér spurningum um þjóðflutninga: Hver eru áhrifin á tengingu við stað, land, menningu og fjölskyldu? Hvað geymist í sálinni og flyst á milli kynslóða? Sjónrænn könnunarleiðangur Swainson um tilfinningar, áföll og uppgötvanir og tengsl við fornar lendur, hefur staðið yfir síðan hún heimsótti Ísland fyrst árið 2006.
í Deiglunni sýnir hún einnig nokkur málverk þar sem hún er að fást við birtuna og landslag við Akureyri.

The post „Familiar Strangers“ í Deiglunni appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356