Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Hólmlendan

$
0
0

Fimmtudag 17. nóvember kl. 18 í Hafnarhúsi

Fee Quay fræðir gesti um verk írska listamannsins Richard Mosse og segir frá tilurð þess. Verkið var frumsýnt á Feneyjatvíæringnum árið 2013.

Hólmlendan er fjörutíu mínútna löng kvikmynd sýnd á sex risaskjám í stórum sal. Í hliðarsal eru að auki nokkrar stórar ljósmyndir. Myndirnar eru allar teknar í austurhluta Kongó. Þær eru magnþrungnar og óraunverulegar, en notast er við sérstaka linsu sem framleidd var í hernaðarskyni og breytir grænum litum í bleika. Þótt milljónir manna hafi verið myrtar í austur Kongó á síðustu árum hefur alþjóðasamfélagið veitt þeim litla athygli. Þessi ósýnileiki er upphafspunkturinn í verkum Mosse.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur og árskorts Listasafns Reykjavíkur.

The post Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Hólmlendan appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356